loader image

Karl Héðinn Kristjánsson og Siggeir F. Ævarsson kosnir í stjórn

Á síðastliðnum aðalfundi voru tveir nýjir félagar kosnir í stjórn, Karl Héðinn Kristjánsson og Siggeir F. Ævarsson.Við þökkum fráfarandi stjórnarmeðlimum, Elínu Helgadóttur og Claudia Overesch, kærlega fyrir samstarfið og um leið hlökkum til starfsins framundan. Stjórn DíaMats 2023 er sem stendur Forstöðumaður: Vésteinn ValgarðssonVaraformaður: Þorvaldur ÞorvaldssonRitari: Ingibjörg IngvarsdóttirGjaldkeri: Siggeir F. Ævarsson Meðstjórnandi: Karl Héðinn Kristjánsson

Jarðfræðiferð DíaMats með Snæbirni Guðmundssyni 3. september

DíaMat býður í stutta jarðfræðiferð um höfuðborgarsvæðið fyrir alla fjölskylduna. Lagt verður af stað frá bílastæðinu við Fjölskyldu- og húsdýragarðinn klukkan 10 laugardaginn 3. september. Farið verður á hópferðabifreið á nokkra valda staði á höfuðborgarsvæðinu, þar sem Snæbjörn Guðmundsson jarðfræðingur mun segja frá. Ferðin er jafnt ætluð börnin sem fullorðnum. Börn sem þurfa bílstóla þurfa […]

Hinsegin dagar

Díamat óskar öllu fólki innilega til hamingju með glæsilega hinsegin daga og gleðigöngu. Baráttukveðjur til alls hinsegin fólks.

Híróshíma og Nagaskí

Eftirlifandi manneskja með skaðlega brennda handleggi.

Í gær voru 77 ár frá kjarnorkuárás Bandaríkjana á Híróshíma og Nagasakí. DíaMat hvetur fólk til að taka þátt í kertafleytingu komandi þriðjudag.

Díalektísk stund með Tré lífsins 31. maí

Á þriðjudaginn verður Sigríður Bylgja á vegum Trés lífsins með kynningu á starfsemi þeirra. Klukkan 17:00 í Friðarhúsinu, Njálsgötu 87 Verið velkomin, kaffi og kruðerí með. Húsið er aðgengilegt flestum.

Gleðilegan 1. maí

Í dag er alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins. Við í DíaMat óskum öllu verkafólki til hamingju með daginn og sendum baráttukveðjur. Ef það er engin barátta, verða engar framfarir. Öreigar allra landa, sameinist!