loader image

Dags

Jarðfræðiferð DíaMats með Snæbirni Guðmundssyni 3. september

Skrifað af:

Ingibjörg Ingvarsdóttir

DíaMat býður í stutta jarðfræðiferð um höfuðborgarsvæðið fyrir alla fjölskylduna.

Lagt verður af stað frá bílastæðinu við Fjölskyldu- og húsdýragarðinn klukkan 10 laugardaginn 3. september. Farið verður á hópferðabifreið á nokkra valda staði á höfuðborgarsvæðinu, þar sem Snæbjörn Guðmundsson jarðfræðingur mun segja frá. Ferðin er jafnt ætluð börnin sem fullorðnum. Börn sem þurfa bílstóla þurfa að koma með þá með sér.

Að ferðinni lokinni mun DíaMat bjóða þeim sem vilja í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn, að þiggja veitingar og dást að dýrunum. Þátttaka kostar ekki neitt, en fólk er beðið að skrá sig með SMS-i í síma 8629067 í síðasta lagi fyrir hádegi daginn áður og segja hvað margir ætla að koma. Munið að klæða ykkur eftir veðri.

Deila:

Facebook
Twitter