Dags

Gegn kjarnorkuvígbúnaði

Skrifað af:

Vésteinn Valgarðsson

Í dag er alþjóðlegur baráttudagur alþýðu heimsins gegn kjarnorkuvígbúnaði, en dagsetningin er valin til að minnast þess er Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengjunni á Hiroshima á þessum degi 1945. DíaMat tekur undir kröfuna um kjarnorkuafvopnun, enda erfitt að ímynda sér meiri hættu af mannavöldum fyrir fólk og annað lífríki á jörðinni heldur en kjarnorkusprengingu. Rétt er að nefna að friðarsinnar fleyta oft friðarkertum í dag, reykvískir friðarsinnar t.d. á Reykjavíkurtjörn. Tilvalið er að verða sér úti um friðarkerti og setja það á flot á friðsælum stað. Passið bara að skilja ekki eftir rusl á víðavangi, og farið varlega með eld.

Deila:

Facebook
Twitter