Díalektísk barnamessa í Húsdýragarðinum!
Sumardaginn fyrsta býður DíaMat í Húsdýragarðinn!Fimmtudaginn 19. apríl milli kl. 10:00 og 10:20 borgar DíaMat aðgangseyrinn fyrir alla sem vilja vera með í díalektísku barnamessunni: Fyrst skoðum við dýrin til hádegis, síðan býður DíaMat upp á veitingar á kaffistofunni um kl. 12 og á meðan við snæðum, tölum við um dýrin, náttúruna og fólkið á […]
Miðvikudag: Díalektískar athafnir til umræðu í messu
Miðvikudaginn 28. mars klukkan 17:00 verður díalektísk messa í Friðarhúsi, Njálsgötu 87. Vésteinn Valgarðsson, forstöðumaður félagsins, opnar umræður um innra starf félagsins, einkum það sem snýr að athöfnum á vegum þess: Skilyrði þeirra, inntak, form og annað. Allir velkomnir, börn og fullorðnir.
Gleðileg jafndægur á vori
DíaMat óskar öllu mannkyni gleðilegra jafndægra á vori. Dagurinn í dag er ekki bara varða á leiðinni til sumars og sólar, heldur er hann líka táknrænn fyrir jöfnuð, því sólin skín jafnlengi á alla jarðarbúa, réttláta og rangláta. Vonandi hafa líka allir átt uppbyggilegan 147 ára afmælisdag Parísarkommúnunnar á sunnudag.
Af aðalfundi DíaMats 2018
DíaMat hélt aðalfund í gær, 28. febrúar, í MÍR-salnum, Hverfisgötu 105. Fundarstjóri var forstöðumaður félagsins, Vésteinn Valgarðsson. Fundarritari var varaformaður félagsins, Þorvaldur Þorvaldsson. Forstöðumaður flutti skýrslu stjórnar og rakti starf félagsins á liðnu starfsári. Forstöðumaður kynnti ársreikninga félagsins fyrir reikningsárið 2017. Voru þeir samþykktir og verða sendir ríkisendurskoðun eins og þeir eru. Samþykkt var samhljóða […]
Munið aðalfund á morgun
Aðalfundur DíaMats verður haldinn annað kvöld. Sjáumst! DíaMat heldur árlegan aðalfund sinn miðvikudagskvöldið 28. febrúar næstkomandi. Hann verður haldinn í MÍR-salnum, Hverfisgötu 105. Fyrst, kl. 19:30, er díalektísk messa, þar sem Ólafur Grétar Gunnarsson, fjölskyldu- og hjónaráðgjafi, kynnir bókina Að vita hvað konur vilja: Vísindalega sönnuð leyndarmál um samskipti kynjanna. Umræður.Kl. 20:30 er aðalfundur settur. Dagskrá […]
Ályktun gegn umskurði barna af trúar- eða hefðarástæðum
Stjórn DíaMats – félag um díalektíska efnishyggju styður bann við umskurði drengja ástæðum en læknisfræðilegum. Umskurður er óafturkræft og óþarft inngrip í líkamann, fyrir utan að valda miklum og óþörfum sársauka. Hagsmunir barnsins eiga að ganga fyrir; hefðir eða trúarkreddur réttlæta ekki þennan sið og það gerir trúfrelsi foreldranna ekki heldur, enda hefur barnið líka […]
Aðalfundur DíaMats verður 28. febrúar
DíaMat heldur árlegan aðalfund sinn miðvikudagskvöldið 28. febrúar næstkomandi. Hann verður haldinn í MÍR-salnum, Hverfisgötu 105. Fyrst, kl. 19:30, er díalektísk messa, þar sem Ólafur Grétar Gunnarsson, fjölskyldu- og hjónaráðgjafi, kynnir bókina Að vita hvað konur vilja: Vísindalega sönnuð leyndarmál um samskipti kynjanna. Umræður.Kl. 20:30 er aðalfundur settur. Dagskrá hans er skv. lögum félagsins. Ráðgert […]
Díalektísk messa um fátækt 15. febrúar
Díalektísk messa febrúarmánaðar (hin fyrri af tveim) verður haldin í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, fimmtudaginn 15. febrúar kl. 20-22. Laufey Ólafsdóttir og Ásta Dís Guðjónsdóttir, í samtökunum PEPP, koma og innleiða umræður um fátækt á Íslandi.
Af öldungaráðsfundi DíaMats
Skv. lögum DíaMats fundaði Öldungaráð sl. fimmtudagskvöld og kaus þrjá stjórnarmenn í stjórn komandi starfsárs. Rétt kjörin í stjórn voru: Elín Helgadóttir, Vésteinn Valgarðsson og Þorvaldur Þorvaldsson.
Janúarmessa & öldungaráð
Fimmtudaginn 25. janúar heldur DíaMat díalektíska messu janúarmánaðar. Staður: MÍR-salurinn, Hverfisgötu 105 (aðgengi fyrir hjólastóla). Stund: kl. 19:30.Þorvaldur Þorvaldsson ræðir lærdóma af rússnesku byltingunni og leggur út af bókinni „Tíu dögum sem skóku heiminn“ eftir John Reed, sem er nýkomin út á íslensku, í þýðingu hans. Bókin verður fáanleg á staðnum fyrir áhugasama. Boðið verður […]