Ályktun gegn umskurði barna af trúar- eða hefðarástæðum
Stjórn DíaMats – félag um díalektíska efnishyggju styður bann við umskurði drengja ástæðum en læknisfræðilegum. Umskurður er óafturkræft og óþarft inngrip í líkamann, fyrir utan að valda miklum og óþörfum sársauka. Hagsmunir barnsins eiga að ganga fyrir; hefðir eða trúarkreddur réttlæta ekki þennan sið og það gerir trúfrelsi foreldranna ekki heldur, enda hefur barnið líka […]
Aðalfundur DíaMats verður 28. febrúar
DíaMat heldur árlegan aðalfund sinn miðvikudagskvöldið 28. febrúar næstkomandi. Hann verður haldinn í MÍR-salnum, Hverfisgötu 105. Fyrst, kl. 19:30, er díalektísk messa, þar sem Ólafur Grétar Gunnarsson, fjölskyldu- og hjónaráðgjafi, kynnir bókina Að vita hvað konur vilja: Vísindalega sönnuð leyndarmál um samskipti kynjanna. Umræður.Kl. 20:30 er aðalfundur settur. Dagskrá hans er skv. lögum félagsins. Ráðgert […]
Díalektísk messa um fátækt 15. febrúar
Díalektísk messa febrúarmánaðar (hin fyrri af tveim) verður haldin í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, fimmtudaginn 15. febrúar kl. 20-22. Laufey Ólafsdóttir og Ásta Dís Guðjónsdóttir, í samtökunum PEPP, koma og innleiða umræður um fátækt á Íslandi.
Af öldungaráðsfundi DíaMats
Skv. lögum DíaMats fundaði Öldungaráð sl. fimmtudagskvöld og kaus þrjá stjórnarmenn í stjórn komandi starfsárs. Rétt kjörin í stjórn voru: Elín Helgadóttir, Vésteinn Valgarðsson og Þorvaldur Þorvaldsson.
Janúarmessa & öldungaráð
Fimmtudaginn 25. janúar heldur DíaMat díalektíska messu janúarmánaðar. Staður: MÍR-salurinn, Hverfisgötu 105 (aðgengi fyrir hjólastóla). Stund: kl. 19:30.Þorvaldur Þorvaldsson ræðir lærdóma af rússnesku byltingunni og leggur út af bókinni „Tíu dögum sem skóku heiminn“ eftir John Reed, sem er nýkomin út á íslensku, í þýðingu hans. Bókin verður fáanleg á staðnum fyrir áhugasama. Boðið verður […]
Díalektísk messa og opinn stjórnarfundur 29. desember
DíaMat heldur díalektíska messu og opinn stjórnarfund föstudaginn 29. desember 2017 kl. 17-18 og 18-19 MÍR-salnum, Hverfisgötu 105 (þar er aðgengi fyrir hjólastóla) 17-18 Díalektísk messa: Björgvin R. Leifsson ræðir um gervivísindi og gerir nokkrum hindurvitnum með vísindalegu yfirbragði skil, svo sem frösunum: „Þetta er bara kenning“ og „Það er tölfræðilega sannað“ eða staðhæfingum eins […]
Byltingardagatalið fyrir 2018
Á dögunum kom út Byltingardagatalið fyrir árið 2018, en DíaMat er eitt af fjórum félögum sem standa að útgáfu þess. Dagatalið hefur að geyma ógrynni upplýsinga um merkisdaga úr sögu stéttabaráttunnar, friðarbaráttunnar, jafnréttisbaráttunnar og baráttunnar gegn heimsvaldastefnunni, auk fæðingar- og dánardaga þekktra einstaklinga úr hinni miklu baráttu alþýðunnar. Forsíðumyndin er af Karli Marx, en hann […]
Gleðilegar vetrarsólstöður
Í dag er stysti dagur ársins, á morgun fer daginn aftur að lengja hér á norðurhveli.DíaMat hvetur félaga sína til að halda upp á þennan dag á einhvern hátt, en ýmsar samkomur eru haldnar í tilefni dagsins.
1. desember er á föstudaginn
Það hefur víst ekki farið framhjá neinum á nk. föstudag er 1. desember, dagurinn sem við höldum upp á fullveldi Íslands. Fullveldi er forsenda pólitísks lýðræðis, og pólitískt lýðræði er ein aðalforsendan fyrir sjálfsforræði alþýðunnar. Þennan dag eru félagar í DíaMat — og aðrir — hvattir til að taka þátt í að minnast fullveldisins og […]
DíaMat styrkir Drekaslóð
DíaMat veitti á miðvikudaginn sinn þriðja peningastyrk. Hann var að sömu upphæð og hinir tveir fyrri, 15.000 krónur. Við ákváðum að láta Drekaslóð njóta þeirra peninga. Drekaslóð er fræðslu- og þjónustumiðstöð fyrir þolendur allskyns ofbeldis, og aðstandendur þeirra. Stefna DíaMats í styrkúthlutunum er að styrkja starf félaga sem eru félagslega framsækin og valdeflandi fyrir alþýðufólk. […]