DíaMat býður í dagsferð um Reykjanesskagann fyrir alla fjölskylduna.
Lagt verður af stað frá bílastæðinu við Húsgagnahöllina, Bíldshöfða klukkan 13:00 laugardaginn 26. ágúst. Farið verður á langferðabíl á nokkra vel valda staði á Reykjanesskaganum, en m.a verður stoppað við brúna mili heimsálfa, Brimketil og á Selatöngum.
Ferðin er jafnt ætluð börnin sem fullorðnum. Börn sem þurfa bílstóla þurfa að koma með þá með sér.
Humarsúpa verður í boði um kvöldið á Bryggjunni í Grindavík (frítt fyrir félaga).
Þátttaka kostar ekki neitt fyrir félagsfólk en 3000 kr. fyrir utanfélagsfólk. Fólk er beðið að skrá sig með tölvupósti (siggeirf@gmail.com) eða með SMS-i í síma 8616454 í síðasta lagi fyrir miðnætti fimmtudaginn 24. ágúst og segja hvað margir ætla að koma.
Munið að klæða ykkur eftir veðri!