Dags

Skráið ykkur í DíaMat — og látið okkur vita

Skrifað af:

Vésteinn Valgarðsson

Um leið og DíaMat hvetur fólk til að skrá sig í félagið, og leggja þar með góðum málstað lið án mikillar fyrirhafnar, þá minnum við ykkur á að láta félagið vita að þið séuð skráð (helst í tölvupósti sem endar á yahoo.com en byrjar á „vangaveltur“). Til að gagnkvæm réttindi og skyldur skráðra félaga og félagsins séu á hreinu, þarf félagið að vita af ykkur. Það er vegna þess að Þjóðskrá Íslands neitar að afhenda trúar- og lífsskoðunarfélögum lista yfir þá sem eru skráðir hjá henni, og ber fyrir sig ný persónuverndarlög. Við getum t.d. ekki sent ykkur aðalfundarboð nema við vitum að þið séuð skráð.

Fljótlegasta leiðin til að skrá sig er að fara inn á Ísland.is og logga ykkur þar inn með rafrænum skilríkjum eða Íslykli. Þá veljið þið „Þjóðskrá“ og „Skráningin mín“ og síðan „Breyta trú-/lífsskoðunarfélagi“ og velja DíaMat af listanum. Gleymið ekki að vista skráninguna! Og gleymið ekki að láta okkur vita, ef þið viljið njóta réttinda ykkar sem skráðir félagar.

Deila:

Facebook
Twitter