DíaMat boðar til opins fundar um rétt barna á flótta mánudaginn 26. september kl. 20 í Friðarhúsi, Njálsgötu 87.
Esther Þorvaldsdóttir og Morgane Priet-Mahéo frá baráttuhópi fyrir rétti barna á flótta, koma á fundinn og fjalla um regluverkið kringum réttindi barna á flótta, hvernig reglunum er framfylgt í reynd og hvað er til ráða.
Þær kynna starfsem hópsins og áform og ræða við fundarfólk um möguleika á að efla baráttuna. Öll eru velkomin og heitt verður á könnunni.
Stjórn DíaMat.