DíaMat veitti á miðvikudaginn sinn þriðja peningastyrk. Hann var að sömu upphæð og hinir tveir fyrri, 15.000 krónur. Við ákváðum að láta Drekaslóð njóta þeirra peninga. Drekaslóð er fræðslu- og þjónustumiðstöð fyrir þolendur allskyns ofbeldis, og aðstandendur þeirra. Stefna DíaMats í styrkúthlutunum er að styrkja starf félaga sem eru félagslega framsækin og valdeflandi fyrir alþýðufólk. Drekaslóð er það.
Peningarnir eru hluti af sóknargjöldum sem DíaMat fær greidd frá íslenska ríkinu fyrir hvern skráðan meðlim. Ef þú vilt skrá þig og styðja við þetta starf og fleira, þá er það einfalt ferli. Skráið ykkur fyrir 1. desember! — Úthlutun sóknargjalda á næsta ári miðast við skráningu þann dag!