Af fundi öldungaráðs í gær
Í gær fundaði öldungaráð DíaMats. Samkvæmt lögum félagsins kaus það þrjá stjórnarmenn úr sínum eigin röðum. Sjálfkjörnir voru: Skúli Jón Unnarson, Vésteinn Valgarðsson og Þorvaldur Þorvaldsson, með umboði frá næsta aðalfundi. Aðalfundur mun kjósa síðustu tvo. Ljóst er að a.m.k. einn nýjan stjórnarmann þarf þá, svo félagar eru hvattir til að íhuga framboð eða tilnefningar.Rætt […]
Það sem karlar vilja vita + öldungaráð
Á morgun laugardag 29. desember verða díalektísk stund OG öldungaráðsfundur á eftir.Kl. 10 fáum við kynningu á hinni nýútkomnu bók ‘Það sem karlar vilja vita – vísindalega sönnuð leyndarmál um samskipti kynjanna’, en DíaMat styrkti útgáfu hennar.Kl. 11 til 13 verður árlegur fundur öldungaráðs DíaMats, samkvæmt lögum félagsins.Báðir fundir eru opnir öllum félögum og almenningi, […]
Öldungaráð DíaMats
Laugardaginn 29. desember fundar öldungaráð DíaMats klukkan 11 í Friðarhúsi. Fundarboð hefur verið sent út. Fyrir fundinn verður díalektísk stund. Takið daginn frá. Dagskrá verður auglýst nánar er nær dregur.
Vetrarsólstöður
Í dag er stysti dagur ársins, á morgun fer daginn að lengja. Gleðilegar vetrarsólstöður og gleðileg jól.
Fullveldið 100 ára
DíaMat — félag um díalektíska efnishyggju óskar landsmönnum innilega til hamingju með 100 ára fullveldi landsins.
Skráningarherferð DíaMats
Gott fólk,þessa dagana stendur yfir skráningarherferð DíaMats. Skráið ykkur endilega í félagið sem fyrst, ef þið eruð ekki búin að því, það er einfalt fyrir ykkur og kostar ykkur ekkert: Þið farið á Skra.is og loggið ykkur inn með Íslykli. Farið svo inn á ykkar síðu hjá Þjóðskrá Íslands. Finnið þar ‘Breyta trú- eða lífsskoðunarfélagsskráningu’. […]
Hallgrímur og Spánarstríðið 14. nóvember
Einar Kári Jóhannsson og Styrmir Dýrfjörð segja frá lífi og störfum Hallgríms Hallgrímssonar, Íslendings sem barðist í spænska borgarastríðinu, í díalektískri stund miðvikukvöldið 14. nóvember kl. 20:00m þeir eru að undirbúa endurútgáfu á endurminningum Hallgríms, Undir fána lýðveldisins hjá Unu útgáfuhúsi.Friðarhús, Njálsgötu 87 (horni Snorrabrautar). Verið velkomin.
Gleðilegt byltingarafmæli!
Í dag 7. nóvember er 101 ár liðið síðan alþýðan tók völdin í Októberbyltingunni í Rússlandi. DíaMat óskar öllu alþýðufólki til hamingju með daginn.(Takið kvöldið 14. nóvember frá, þá verður spennandi viðburður á vegum DíaMats!)
DíaMat styrkir Drekaslóð
Á dögunum styrkti DíaMat samtökin Drekaslóð um 30.000 krónur. Drekaslóð starfar með þolendum ofbeldis.DíaMat veitir styrki til félagasamtaka sem stunda valdeflingu fyrir alþýðufólk. Á síðasta ári styrkti félagið Hugarafl, Drekaslóð og Solaris flóttamannahjálp.Peningarnir til þessara styrkja koma úr sóknargjöldum þeim sem DíaMat fær frá ríkissjóði, fyrir alla sem eru skráðir í félagið. Einfalt er að […]
Ólafur Dýrmundsson 16. október
Þriðjukvöldið 16. október kl. 20 verður díalektísk „messa“ í Friðarhúsi, Njálsgötu 87 (horni Snorrabrautar).Þar mun Ólafur Dýrmundsson hafa framsögu um umhverfismál í heiminum, stöðu og horfur, með sérstöku tilliti til fæðu- og matvælaöryggis Íslands.Boðið verður upp á messukaffi. Allir velkomnir!