loader image

17. desember: Jól og kapítalismi

Á díalektískri stund desembermánaðar verða jólin og kapítalisminn til umræðu. Friðarhúsi, Njálsgötu 87 frá kl. 20-22 þriðjudagskvöldið 17. desember. Allir velkomnir. Kaffi og harðfiskur!

Nýjustu tölur úr Austurbæjarskóla

Samkvæmt nýútkomnum tölum Þjóðskrár Íslands um skráningar í trúar- og lífsskoðunarfélög voru 132 manneskjur skráðar í DíaMat þann 1. desember síðastliðinn. Það er fjöldinn sem sóknargjöld næsta árs miðast við (það, og fjárlagafrumvarpið sem kveður á um upphæðina). Þetta er fjölgun um 45 manns, eða 51,7%, frá 1. desember 2018. Það er vægast sagt kærkomið […]

Gleðilegan fullveldisdag

DíaMat óskar landsmönnum öllum til hamingju með fullveldi landsins, sem er ein aðalforsenda lýðræðisins. Við hvetjum ykkur til að gera ykkur glaðan dag í tilefni dagsins. Því ekki að flagga? Eða heimsækja aldraðan ættingja?

Thelma Ásdísardóttir kynnir Drekaslóð

Thelma Ásdísardóttir kemur í díalektíska stund og kynnir samtökin Drekaslóð, sem hún er í forsvari fyrir og DíaMat hefur veitt nokkra styrki. Friðarhús, Njálsgötu 87, laugardaginn 9. nóvember kl. 13. Allir velkomnir!

Skráið ykkur í DíaMat — og látið okkur vita

Um leið og DíaMat hvetur fólk til að skrá sig í félagið, og leggja þar með góðum málstað lið án mikillar fyrirhafnar, þá minnum við ykkur á að láta félagið vita að þið séuð skráð (helst í tölvupósti sem endar á yahoo.com en byrjar á „vangaveltur“). Til að gagnkvæm réttindi og skyldur skráðra félaga og […]

Fjölgun í DíaMat — hefur ÞÚ skráð þig?

Í dag komu út frá Þjóðskrá Íslands nýjar tölur um skráningu í trúar- og lífsskoðunarfélög.Samkvæmt þeim hefur fjölgað í DíaMat og eru nú skráðir 114 félagar. Það gerir jafnframt að við höfum færst upp um tvö sæti á listanum eftir stærð félaga og erum komin í 25. sæti af 49, eða nákvæmlega í miðjuna.Eruð þið […]

Díalektísk vinnustund á sunnudag

Næstkomandi sunnudag, 29. september, heldur DíaMat díalektíska stund í friðarhúsi (Njálsgötu 87) milli kl. 13 og 15. Fókusinn verður á starf félagsins almennt og næstu mánuði. Allir velkomnir, þar á meðal fólk með börn. Hægt verður að skrá sig í félagið á staðnum. Þar verður líka hægt að nálgast bækur og fleira sem félagið hefur […]