Byltingardagatal 2017
Byltingardagatal fyrir árið 2017 er komið út, í tilefni af 100 ára afmæli októberbyltingarinnar, tekið saman af Vésteini Valgarðssyni. Að útgáfunni standa Alþýðufylkingin, DíaMat, Menningar- og friðarsamtökin MFÍK og Rauður vettvangur. Þetta eigulega og fróðlega dagatal kostar 1500 kr. og fæst í bókabúðinni Sjónarlind á Bergstaðastræti og hjá félögunum sem gefa það út.
Vetrarsólstöður
Í dag, 21. desember, eru vetrarsólstöður. DíaMat fagnar hækkandi sól og hvetur alla til að halda daginn hátíðlegan, sem og næstu daga. Þótt vetrarsólstöður séu ekki fánadagur að lögum er ekki í vegi að spyrja: Hví ekki að flagga?
Gleðilegan fullveldisdag
DíaMat – félag um díalektíska efnishyggju óskar öllum landsmönnum gleðilegs fullveldisdags. Gleymið ekki að draga niður fánann á tilskildum tíma. Í kvöld: fimmtukvöld 1. desember – verður félagið með samkomu í MÍR-salnum, Hverfisgötu 105, kl. 20:30. Þar verður til umfjöllunar fullveldið í ljósi díalektískrar og sögulegrar efnishyggju. Framsögumaður: Vésteinn Valgarðsson.
DíaMat skráð sem lífsskoðunarfélag
Fyrir viku barst forstöðumanni DíaMats bréf þess efnis að yfirvöld hafi skráð félagið sem lífsskoðunarfélag, í samræmi við lög nr. 108 1999 um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög. Það þýðir að forstöðumaður hefur leyfi til að gefa fólk saman í hjúskap og að ríkissjóður mun borga félaginu sóknargjöld fyrir hvern þann sem skráður er í það […]
YFIRLÝSING DÍAMATS
SAMÞYKKT Á STOFNFUNDI DÍAMATS 22. APRÍL OG LÍTIÐ BREYTT AF FRAMHALDSSTOFNFUNDI 16. OKTÓBER 2015 Efnisheimurinn er einn og óskiptur og hulduheimar eru ekki til, upphaf vitundarinnar er í efninu, engin vitund getur verið aðskilin frá efnislegum skilyrðum sínum, vilji mannsins er aldrei frjáls heldur alltaf skilyrtur af efnislegum og félagslegum kringumstæðum hans og þeirri sögu […]
Nýtt blogg DíaMats
Þetta er bloggsíða DíaMats – félags um díalektíska efnishyggju. DíaMat – félag um díalektíska efnishyggju var stofnað 2015 og var formlega skráð sem lífsskoðunarfélag 2016, með öllu sem því fylgir. Þangað til félagið hefur fengið sína eigin heimasíðu, verða samþykktir þess aðgengilegar hér.DíaMat – félag um díalektíska efnishyggjuKt: 631115-1790, bankareikningur 1110-26-001917Viðtakandi: Vésteinn ValgarðssonLögheimili: Grundarstíg 5b101 Reykjavík […]