Dags

Af aðalfundi í ár

Skrifað af:

Stjorn

Helstu fréttir af aðalfundi DíaMats sunnudaginn 11. febrúar sl. eru að stjórnin helst óbreytt. María Hjálmtýsdóttir var samþykkt í öldungaráð félagsins. Skoðunarmenn reikninga verða áfram Árni Daníel Júlíusson og Skúli Jón Unnarson.
Fyrir aðalfund var haldin díalektísk stund með Viðari Þorsteinssyni, allir yfirgáfu þá stund fróðari um Antonio Negri og mergð ítalskra kommúnista í lífstíð Negris.Önnur aðalfundarstörf voru að mestu hefðbundin. Væntar tekjur af sóknargjöldum verða um 3 milljónir á starfsárinu og samþykkt var að eyrnamerkja framlög í styrktarsjóð og byggingarsjóð upp í 1.200.000 kr. á hvorn og 600.000 kr. Í félagssjóð.
Staðan á lóðarmálinu svokallaða gegn Reykjavíkurborg var rædd, og síðar á árinu verður haldin sér fundur til að endurskoða og -meta hvar félagið er statt með áframhaldið á þessum málaferlum.
Á mánudag eftir aðalfund styrktum við hjálparsamtökin Solaris um 150.000 kr., til að hjálpa þeim að koma palenstínsku flóttafólki úr lífsháska. Sú upphæð er eins mikið og sjóðurinn leyfði að sinni, en vel má vera að við styrkjum félagið meira fljótlega, ef þörf er enn á.

Deila:

Facebook
Twitter