Dags

Styrkur til Hugarafls

Skrifað af:

Vésteinn Valgarðsson

Í gær mánudag færði DíaMat Hugarafli styrk að upphæð 125.000 krónur. Sá styrkur er veittur án neinna skilyrða, en með hugheilum baráttukveðjum. Við styrkjum góðan málstað sem er valdeflandi fyrir alþýðufólk og mun í fyllingu tímans styðja samtök alþýðunnar í að koma á betra og réttláta skipulagi í þjóðfélaginu.

Síðasti aðalfundur DíaMats samþykkti að verja hálfri milljón króna í styrki, sem deilast í fjóra jafnstóra til fernra mismunandi samtaka. Peningarnir koma frá sóknargjöldunum, sem íslenska ríkið greiðir félaginu með hverjum einstaklingi sem er skráður í það hjá Þjóðskra Íslands. Hver sem skráir sig í félagið styður starf þess og það munar um hvern einasta.

Deila:

Facebook
Twitter