Dags

DíaMat styrkir Hugarafl

Skrifað af:

Vésteinn Valgarðsson

DíaMat var að styrkja Hugarafl um 15.000 krónur.

Hugarafl eru samtök fólks með reynslu af geðrænum erfiðleikum, sem boða valdeflingu notenda og batastefnuna í geðheilbrigðismálum. Skoðið heimasíðuna þeirra til að kynna ykkur starfið betur, eða heimsækið þau í Borgartún 22.

DíaMat ákvað nýlega að hefja styrkveitingar til félaga sem hafa félagslega framsækið eða valdeflandi hlutverk. Hugarafl er félag nr. 2 sem fær styrk, en Solaris flóttamannahjálp fékk styrk í september.

Þótt þetta sé ekki mjög há upphæð teljum við samt að aurunum sé vel varið, og sáum ekki ástæðu til að bíða frekar með að afhenda hana.

Peningarnir koma frá sóknargjöldunum sem ríkissjóður greiðir fyrir félaga í DíaMat. Sóknargjöldin eru, enn sem komið er, engin ósköp, enda ekki margir félagar í DíaMat. Ef þið viljið stuðla að því að félagið vaxi, er mjög auðvelt að skrá sig í það, sérstaklega ef maður er með Íslykil.

Deila:

Facebook
Twitter