Þá viljum við að öllu fólki sé gert kleift að öðlast hlutdeild í gæðum þjóðfélagsins, svo sem menntun, heilsu og menningarlífi.
Við byggjum siðferðisgrundvöll okkar ekki á siðferðislegri vandlætingu heldur á hagsmunum alþýðunnar: Það sem er í þágu alþýðunnar er þannig æskilegt, en það sem ógnar alþýðunni er óæskilegt. Því er samstaða miðlæg í siðferðinu, samstaða alþýðufólks með öðru alþýðufólki, og um leið höfnun á öllu sem sundrar samstöðunni og hindrar alþýðuna í baráttunni fyrir hagsmunum sínum.