DíaMat heldur díalektíska „messu“ þriðjudaginn 28. febrúar kl. 17:00 í Friðarhúsi, Njálsgötu 87 (horni Snorrabrautar).
Ólafur Grétar Gunnarsson fjölskylduráðgjafi hefur framsögu:
Fögnum breytingum og styðjum hvert annað
Ólafur Grétar Gunnarsson |
Verðandi foreldar leggja línurnar fyrir betra samfélagi með því sækjast eftir stuðningi og fræðslu, við hin með því að svara kallinu og styðja við bakið á foreldrum með fjölbreyttum hætti. Hvernig getum við stutt við bakið á verðandi foreldrum?
Og hvernig getum við stutt við bakið á þeim þegar þau eru orðnir foreldrar? Hvað er samfélagið að gera núna? Hvernig mætti gera betur? Hvað var gert á árum áður?
Umræður á eftir. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. Aðgangur ókeypis.