Kæri félagi,
þótt farsóttin hafi almennt gert þungt fyrir fæti í félagsstarfi á árinu sem var að líða, hefur DíaMat ekki legið í dvala. Nú er kominn tími til að gera upp starfsárið:
Aðalfundur DíaMats árið 2022 verður haldinn í MÍR-salnum, Hverfisgötu 105, sunnudaginn 20. febrúar 2022, klukkan 15:00.
Vinsamlegast farið í covid-próf áður en þið komið. Gætt verður að sóttvörnum eins og unnt er. Allir félagar eru velkomnir á fundinn en vegna farsóttarinnar hvetjum við þó ekki beinlínis til þess að koma! Börn eru þó jafnvelkomin og fullorðnir. Húsnæðið á að vera aðgengilegt fyrir alla. Boðið verður upp á veitingar.
Dagskrá er samkvæmt lögum félagsins:
1 Kosning fundarstjóra og fundarritara,
2 Skýrsla stjórnar um starf félagsins á starfsárinu,
3 Reikningar félagsins lagðir fram og afgreiddir,
4 Lagabreytingar,
5 Kjör tveggja stjórnarmanna sem aðalfundur kýs,
6 Kjör tveggja skoðunarmanna reikninga, sem ekki eru í stjórn,
7 Kjör eins nýs félaga í Öldungaráð (ekki skylda),
8 Önnur mál.