DíaMat hélt aðalfund í gær, 28. febrúar, í MÍR-salnum, Hverfisgötu 105. Fundarstjóri var forstöðumaður félagsins, Vésteinn Valgarðsson. Fundarritari var varaformaður félagsins, Þorvaldur Þorvaldsson.
Forstöðumaður flutti skýrslu stjórnar og rakti starf félagsins á liðnu starfsári.
Forstöðumaður kynnti ársreikninga félagsins fyrir reikningsárið 2017. Voru þeir samþykktir og verða sendir ríkisendurskoðun eins og þeir eru.
Samþykkt var samhljóða lagabreytingartillaga frá öldungaráði, um að atkvæðisrétt á aðalfundi eigi allir sem skráðir voru í félagið hjá Þjóðskrá Íslands 1. desember árið á undan í stað 1. janúar sama ár.
Í stjórn voru endurkjörin Claudia Overesch og Skúli Jón Unnarson. Stjórnin hefur þá öll endurnýjað umboð sitt, en á öldungaráðsfundi í janúar voru Elín Helgadóttir, Vésteinn Valgarðsson og Þorvaldur Þorvaldsson endurkjörin í stjórnina.
Félagslegir skoðunarmenn reikninga voru endurkjörnir: Árni Daníel Júlíusson og Tinna Þorvalds Önnudóttir.
Samþykkt var að Claudia Overesch yrði tekin inn í öldungaráð.
Lóðarumsókn félagsins var kynnt og rædd. Samþykkt að stjórn fylgi málinu áfram eftir.
Fjárhagsáætlun var samþykkt, hlutfallslega óbreytt frá árinu á undan.
Ýmsar aðrar hugmyndir um starf félagsins voru ræddar áður en fundi var slitið kl. 22:40.