Í gær færði DíaMat Hugarafli styrk að upphæð 100.000 krónur.
Þessi styrkur er fyrsti af nokkrum sem verða veittir í haust. Aurarnir koma úr sóknargjöldunum sem íslenska ríkið greiðir DíaMat, ákveðna upphæð fyrir hvern einstakling sem er skráður í félagið hjá Þjóðskrá Íslands. Mikil fjölgun í félaginu á síðasta ári er ástæðan fyrir að við getum haft styrkina mun hærri í ár en þeir voru í fyrra.
Eruð þið búin að skrá ykkur? Það er mjög einföld og auðveld leið til að styrkja góðan málstað, og kostar ekkert fyrir ykkur sjálf.
Eruð þið búin að skrá ykkur? Það er mjög einföld og auðveld leið til að styrkja góðan málstað, og kostar ekkert fyrir ykkur sjálf.