DíaMat verður með viðburð á Menningarnótt: díalektíska útimessu. Hún mun standa frá kl. 13 til kl. 14 og verður á Arnarhóli, við jaðar róluvallarins.
Á díalektísku útimessunni mun forstöðumaður DíaMats segja frá félaginu og starfsemi þess, en einkum frá díalektískri og sögulegri efnishyggju.
Að framsögu lokinni verða frjálsar, fjörugar og fróðlegar umræður sem hafa þann tilgang að allir viðstaddir verði nokkru vísari.
Hægt verður að skrá sig í félagið á staðnum og einnig verður hægt að nálgast splunkunýja kynningarbæklinga félagsins, sem upplagt er að dreifa til vina og vandamanna til að hjálpa félaginu að kynna sig.
Boðið verður upp á messukaffi og við vonumst til að sjá ykkur sem flest.